Jamie Spears, faðir Brit­n­ey Spears, hefur óskað eftir því að hætta sem lög­ráða­maður eigna dóttur sinnar. Brit­n­ey hefur undan­farið háð bar­áttu við dóm­stóla í Kali­forníu fyrir því að fá aftur sjálf­ræði eftir að hafa verið undir for­ræði föður síns í þrettán ár.

Réttar­beiðnin sem var lögð inn í Los Angeles sagði:

„Ung­frú Spears hefur tjáð þessum rétti að hún vilji aftur fá stjórn yfir lífi sínu án öryggis­nets for­ræðisins. Hún vill geta tekið á­kvarðanir um sína eigin læknis­þjónustu, um hve­nær, hvar og hversu oft hún fær með­ferð. Hún vill geta stjórnað þeim fjár­munum sem hún hefur eignast yfir feril sinn og eytt þeim án eftir­lits eða yfir­um­sjón. Hún vill geta gift sig og eignast barn, ef hún svo kýs. Í stuttu máli, þá vill hún fá að lifa sínu lífi eins og hún kýs án hamla frá lög­ráða­manna eða mála­reksturs fyrir dóm­stólum.“

Brit­n­ey, sem er 39 ára, hefur tvisvar komið fyrir rétti á undan­förnum mánuðum þar sem hún sagðist hafa verið beitt slæmri með­ferð af föður sínum og öðrum for­ræðis­mönnum og lýsti yfir vilja sínum til að fá hr. Spears fjar­lægðan sem for­ráða­mann.

Lög­fræðingar Jamie Spears hafa eftir honum að hann hafi í­trekað sagt að hann vilji dóttur sinni að­eins það besta. Ef hún vilji hætta for­sjár­samningnum og telji sig geta stjórnað eigin lífi, telji Spears að hún ætti að fá tæki­færi til þess.

Jamie Spears hefur farið með fjár­mál dóttur sinnar frá árinu 2008 eftir að hún var svipt sjálf­ræði í kjöl­far mikilla and­legra erfið­leika. Allt til ársins 2019 var hann jafn­framt til­sjónar­maður dóttur sinnar og sá um heil­brigðis­mál hennar. Hann vék frá því þegar þegar dóm­kvaddur til­sjónar­maður var skipaður yfir Brit­n­ey fyrir tveimur árum.

Lög­maður Brit­n­ey, Mat­hew Ros­engart, krafðist þess í síðustu viku að Jamie myndi þegar í stað stíga til hliðar sem lög­ráða­maður dóttur sinnar, áður en hann yrði rekinn. Málið verður tekið fyrir af dóm­stólum í Los Angeles þann 29. septem­ber næst­komandi.