Jamie Spears, faðir popp­stjörnunnar Brit­n­ey Spears, er sagður hafa njósnað um dóttur sína árum saman á meðan hann var fjár­ráða­maður hennar. Þá er dró hann sér rúmar 6,3 milljónir Banda­ríkja­dala frá tekjum Brit­n­ey, and­virði rúmra 810 milljóna ís­lenskra króna.

Jamie Spears var for­ræðis­maður dóttur sinnar í rúm 13 ár og fór einnig með fjár­ræði yfir eignum hennar eftir að hún var svipt sjálf­ræði árið 2008 en Brit­n­ey fékk aftur sjálf­ræði síðasta haust.

Dóms­mál stendur enn yfir gegn Jamie þar sem á­sakanir um njósnir hans komu fram. Fyrrum starfs­maður Banda­rísku al­ríkis­lög­reglunnar FBI, Sherine Ebadi, renndi stoðum undir á­sakanirnar í yfir­lýsingu sem lögð var fyrir dómara í Los Angeles.

Britney árið 2006 ásamt Jamie, föður sínum, Lynne, móður sinni, og Bryan, bróður sínum, þegar allt lék í lyndi.

Ebadi var ráðin til að rann­saka rekstur Jamie á búi Brit­n­ey og birti lög­maður söng­konunnar, Mat­hew Ros­engart, yfir­lýsingu Ebadi sem hluta af dóms­málinu gegn föður hennar. Hún segist hafa yfir­heyrt Alex Vla­sov sem vann fyrir fyrir­tækið Black Box Secu­rity sem var ráðið af Jamie Spears til að sjá um öryggis­mál Brit­n­ey, og lýsti honum sem „mjög trú­verðugu vitni“. Vla­sov greindi fyrst frá því að Jamie Spears hefði látið njósna um Brit­n­ey í heimildar­myndinni Controlling Brit­n­ey Spears sem var fram­leidd á vegum New York Times.

Að sögn Vla­sov var vinnu­veitandi hans þegar byrjaður að fylgjast með Brit­n­ey þegar hann hóf störf 2012, meðal annars með því að vakta síma hennar, sem var af gerðinni Black­berry. Þegar Brit­n­ey skipti um síma og fékk sér iP­hone næsta ár fékk Vla­sov það verk­efni að koma fyrir földum eftir­lits­búnaði í símanum svo hægt væri að fylgjast nánar með söng­konunni.

Að sögn Ebadi var Vla­sov gert að fara yfir efnið sem var vaktað og á­fram­senda upp­lýsingarnar til Jamie í gegnum líf­vörð Brit­n­ey, Edan Yemini. Stundum hafði Vla­sov þó bein sam­skipti við Jamie Spears.

Vla­sov segir að Jamie Spears hafi stundum beðið um að fá að skoða per­sónu­leg gögn frá dóttur sinni svo sem smá­skila­boð eða gögn í tengslum við læknis­með­ferðir hennar, meira að segja eftir að hann steig tíma­bundið til hliðar sem for­ráða­maður hennar í septem­ber 2019. Þá sam­þykkti hann einnig að láta koma fyrir leyni­legum hlerunar­búnaði í svefn­her­bergi Brit­n­ey.

„Black Box bar upp­haf­lega á­byrgð á því að stinga upp á því að leyni­legum hlerunar­búnaði yrði komið fyrir í svefn­her­bergi Brit­n­ey en Jamie „elskaði“ hug­myndina og sam­þykkti hana og gaf fyrir­mæli um að upp­setningin myndi fara fram,“ segir í dóms­yfir­lýsingu Ebadi.

Starfs­maður Black Box kom hlerunar­búnaðinum fyrir í svefn­her­bergi Brit­n­ey með því að líma hann bak við hús­gagn úr aug­sýn og kom einnig fyrir auka raf­hlöðu svo hægt væri að nota tækið lang­tímum saman.

Að sögn Vla­sov var safnað saman hundruð klukku­tímum af upp­tökum á milli 2016 og 2018 sem inni­héldu meðal annars sam­töl á milli Brit­n­ey og þá­verandi kærasta hennar sem og sona hennar, Sean Preston og Jayden James.