Face­book vill ekki aug­lýsa nýja bók Guðna Elías­sonar vegna þess að í henni er talað um stjórn­mála­menn og við­kvæm fé­lags­leg mál­efni sem gætu mögu­lega haft á­hrif á það hvernig fólk kýs og á al­mennings­á­lit. Frá þessu greinir út­gáfa hans, Les­stofan, á Face­book í kvöld.

„Zucker­berg er með stæla. Hann leyfir okkur ekki að aug­lýsa Ljós­gildruna vegna þess að hann er þess full­viss að út­gáfa bókarinnar geti haft á­hrif á kosningarnar. Af þessum sökum megum við ekki segja frá Ólafi Helga Haralds­syni for­manni Sjálf­stæðis­flokksins, Rauða-Gunnari sósíal­ista­leið­toga eða Mogens Bogesen úr Pírata­partýinu. Það er ekkert grín að selja skáld­sögur þegar rit­skoðunar­valdið hefur verið flutt til USA,“ segir í færslunni.

Með henni er mynd með skila­boðum frá Face­book sem segir að áður en aug­lýsing um bókina getur verið birt verði að vera hægt að stað­festa hver þau eru og hver greiði fyrir aug­lýsinguna.