Hollywood-stjarnan Ezra Miller hefur tjáð sig opinberlega um þau atvik sem hán hefur verið viðriðið víðsvegar um heiminn á síðustu árum. Talsmaður Miller birti yfirlýsingu sem send var á Variety og er þetta fyrsta opinbera yfirlýsing Miller síðan vandamál hán byrjuðu að koma upp á yfirborðið.

Miller segist komið í sálfræðimeðferð af margvíslegum ástæðum tengdum geðrænni heilsu hán. Hegðun Miller hefur verið mikið í umfjöllun síðustu ár en hún hefur leitt í fjöldamargra átaka, þar á meðal á Íslandi, en Miller tók konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikið árið 2020. Engin ákæra kom þó í kjölfar þeirrar árásar en Miller hefur verið ítrekað handtekinn víðsvegar um heiminn.

Einnig hafa verið uppi margvíslegar ásakanir um undarlega hegðun Miller og hán ásakaður um að stunda það sem kallað er að grúma (grooming) ungmenni sem snýst um að þjálfa ungmenni sem eru undir lögaldri með það fyrir sjónum að misnota þau kynferðislega.

Ezra Miller á rauða dreglinum þegar hegðun hán stóð sem hæst árið 2020.
Mynd/getty

Miller segist mjög leitt yfir því að hegðun hán hafi sært aðra og biðst afsökunar á því. Þá segist hán staðráðið í að leita sér þeirrar hjálpar sem hán þarf til þess að sigrast á vandamálum sínum.

Helsta hlutverk Miller hefur undanfarið verið ofurhetjan The Flash en til stóð að bíómynd í fullri lengd um ofurhetjuna kæmi út á næstunni í túlkun Miller. Framleiðendur myndarinnar Warner Bros hafa þó frestað útgáfu hennar vegna þeirra vandamála sem skapast hafa í kringum Miller og hefur verið óvíst hvort myndin muni líta dagsins ljós. Miller skaust fyrst upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í kvikmynda seríunni Fantastic Beasts.