Tón­listar­maðurinn og stór­söngvarinn Eyjólfur Kristjáns­son, á­samt Einari Erni Jóns­syni píanó­leikara, djammar á­horf­endur inn í helgina í nýjum þætti í þátta­röðinni Eyfi + sem verður til sýningar á föstu­dagskvöldum fram að jólum á Hring­braut. Úr­vals­lið ís­lenskra tón­listar­manna mæta í settið til þeirra fé­laga, og saman spila þeir saman hina ýmsu slagara fyrir á­horf­endur.

Þátturinn hóf göngu sína síðast­liðinn föstu­dag, en þá mætti einn ást­sælasti texta- og laga­höfundur landsins, Bjart­mar Guð­laugs­son, í settið og tók lagið.

Í kvöld taka þeir Eyfi og Einar Örn á móti engri annarri en stór­söng­konunni Elísa­betu Ormslev.

Þátturinn er sýndur á föstu­dags­kvöldum klukkan 20 á Hring­braut.

Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni.