Tónlistarmaðurinn og stórsöngvarinn Eyjólfur Kristjánsson, ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara, djammar áhorfendur inn í helgina í nýjum þætti í þáttaröðinni Eyfi + sem verður til sýningar á föstudagskvöldum fram að jólum á Hringbraut. Úrvalslið íslenskra tónlistarmanna mæta í settið til þeirra félaga, og saman spila þeir saman hina ýmsu slagara fyrir áhorfendur.
Þátturinn hóf göngu sína síðastliðinn föstudag, en þá mætti einn ástsælasti texta- og lagahöfundur landsins, Bjartmar Guðlaugsson, í settið og tók lagið.
Í kvöld taka þeir Eyfi og Einar Örn á móti engri annarri en stórsöngkonunni Elísabetu Ormslev.
Þátturinn er sýndur á föstudagskvöldum klukkan 20 á Hringbraut.
Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni.