Eyfi +, nýr tónlistarþáttur með Eyjólfi Kristjánssyni og félögum hefst á Hringbraut í kvöld kl. 20.00. Um er að ræða fjóra þætti sem sýndir verða á föstudögum fram að jólum, þar sem Eyfi, ásamt úrvalsliði Íslenskra tónlistarmanna spila saman hina ýmsu slagara fyrir sjónvarpsáhorfendur.
Í kvöld mætir Bjartmar Guðlaugsson í settið og djamma þeir félagar saman inn í helgina eins og þeim einum er lagið.