Full­trúi Noregs í Euro­vision, TIX, segist hafa eytt síðustu jólum og ára­mótum al­einn, svo upp­tekinn var hann við að semja lagið „Fal­len Angel“ sem er fram­lag Noregs í Euro­vision þetta árið. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi með kappanum í Rotter­dam nú á dögunum. TIX keppir í fyrri undanúrslitariðlinum næsta þriðjudagskvöld.

„Ég var einn á jólunum og ég var einn á ný­árinu, því ég varð að vinna að þessu lagi. Þetta varð að vera ná­kvæm­lega eins og ég sá þetta fyrir mér,“ segir hann. Flestir aðrir kepp­endur hafa að baki sér stóra hópa fram­leið­enda og laga­höfunda en ekki TIX.

Hann segist að­spurður telja að hann sé lík­lega sá eini sem hafi gert lag sitt al­einn, en þar virðist hann þó gleyma Daða okkar og Gagna­magninu. „Já ég er sá eini sem skrifaði og gerði upp­runa­legu norsku út­gáfuna. Svo breyttum við þessu og gerðum þetta öðru­vísi fyrir ensku út­gáfuna,“ segir TIX sem fékk að­stoð bróður síns við það.

Kom sterkari til baka úr eineltinu

TIX, sem heitir réttu nafni Andreas Andresen Haukeland, tók upp lista­manns­nafnið TIX þar sem hann var upp­nefndur þessu í skóla. Lagið Fal­len Angel fjallar um þá veg­ferð og segir Andreas að­spurður að hann myndi segja krökkum nú, sem lagðir eru í ein­elti, að þeir geti allt sem þeir vilji.

„Ég segi bara að þú getir það,“ segist hann myndu segja við krakka sem vilja ná jafn langt og hann. „Allt sem þú gengur í gegnum, getur annað­hvort orðið í lagi, eða þá að það líður hjá. Ég vona að ég geti orðið fólki inn­blástur. Ég breytti mínum stærsta veik­leika í minn mesta styrk. Ég held það geti hjálpað mörgum krökkum þarna úti,“ segir hann.

„Sú stað­reynd að við erum ekki full­komin er ein­mitt það sem lætur okkur vera svona merki­leg. Eitt­hvað sem er ein­stakt er miklu merki­legra en það sem er úti um allt. Eins og Charizard, það er mjög fá­gætt Pókemon spil,“ segir TIX sem viður­kennir þegar hér er komið við sögu að hann sé með þó nokkurn at­hyglis­brest og því farinn að tala um Pókemona.

Hægt er að horfa á blaða­manna­fund TIX í heild sinni hér að neðan:

Press conference Norway from Eurovision Song Contest 2021 on Vimeo.