Her­toga­hjónin Harry og Meg­han ætla sér að eyða jólunum í ár, þeim fyrstu í lífi Archie litla, í Kali­forníu í Banda­ríkjunum með móður Meg­han. Þetta hefur fengist stað­fest af hálfu tals­manna hjónanna, að því frá er greint á vef CNN.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í gær hafði parið á­kveðið að dvelja fjarri konungs­fjöl­skyldunni að þessu sinni. Þrá­látir orð­rómar hafa verið uppi um erjur á milli hjónanna og Elísa­betar Bret­lands­drottningar, í kjöl­far heimilda­myndar þar sem þau töluðu opin­skátt um sam­bönd sín við fjöl­skyldu­með­limi.

Haft er eftir tals­manni parsins að á­kvörðunin hafi verið tekin í fullu sam­ráði og með leyfi Drottningarinnar. Á­kvörðunin sé í anda þess sem aðrir fjöl­skyldu­með­limir hafi áður gert af og til, það er að segja dvalið annars staðar en í Sandring­ham höllinni með fjöl­skyldunni.

Parið mun brátt ferðast til Banda­ríkjanna þar sem það ætlar sér að dvelja í fríi og, ef marka má er­lend götu­blöð, hugsa sinn gang hvað varðar fram­tíð sína innan bresku konungs­fjöl­skyldunnar. Í um­ræddri heimildar­mynd opnaði Meg­han sig meðal annars um það að fjöl­miðla­at­hyglin hefði reynst henni erfið.

Í kjöl­far þess að Meg­han opnaði sig skrifuðu sjö­tíu breskar þing­konur undir bréf þar sem þær gagn­rýndu frétta­flutning af her­toga­ynjunni. Þakkaði Meg­han þeim per­sónu­lega fyrir stuðninginn.