Fjöl­miðla- og mat­reiðslu­konan Eva Lauf­ey Kjaran opnar sig um mikinn kvíða og streitu sem hún upp­lifði á síðasta ári í kjöl­far þess að hún hélt að hún væri að fá hjarta­á­fall. Segir hún reynsluna hafa verið lær­dóms­ríka og að í dag geti hún tekist á við hvað sem er.

„Eftir margar rann­sóknir og ó­fáar spítala­heim­sóknir var niður­staðan ein­fald­lega sú að líkaminn væri að biðja um meiri ró og and­lega hliðin væri í ó­lagi,“ segir Eva í árs­upp­gjöri sínu á Insta­gram.

Þar segist Eva hafa haft nóg fyrir stafni bæði í leik og starfi en á síðasta ári gaf hún út mat­reiðslu­bók, skráði sig á nám­skeið í Le Cor­don Bleu í London, vann að skemmti­legum verk­efnum í vinnunni og á sam­fé­lags­miðlum á­samt því að hafa ferðast mikið með fjöl­skyldunni.

„Þetta ár var líka mjög krefjandi fyrir mig þar sem ég eyddi stórum hluta ársins að finna mig upp á nýtt eftir ó­þægi­lega lífs­reynslu í mars þegar ég hélt að ég væri að fá hjarta­á­fall. Kvíði og streita kom mjög aftan að mér og það var ekki auð­velt að sætta sig við það þegar allt „á“ að vera í lagi og maður upp­lifir sig svo van­máttugan,“ segir hún.

Fékk viðeigandi aðstoð

Lengi vel segist Eva ekki hafa geta hreyft sig vegna verkja og hræðslu við of mikinn hjart­slátt og þá hafi hún þurft að stöðva sjón­varps­upp­tökur og anda í poka.

„Mig langaði að hrista þetta af mér í einum grænum en það gekk ekki og ég fór loksins og fékk við­eig­andi að­stoð. Nú mörgum mánuðum seinna og sál­fræði­með­ferð að baki líður mér loksins eins og ég sjálf á ný – það er besta til­finning sem ég hef fundið í langan tíma. Mér tókst að komast í gegnum þetta verk­efni með fag­fólki, fjöl­skyldunni minni og vinum mínum sem hafa staðið þétt við bakið á mér sem og skilnings­ríku sam­starfs­fólki og yfir­mönnum. Ég get aldrei full­þakkað það hvað ég á góða að.“

Mikilvægt að hlusta á líkamann og fara ekki fram úr sér.
Mynd/Ernir

Eva segir árið engu að síður hafa mögu­lega vera það besta í lífi hennar vegna þess að nú viti hún ná­kvæm­lega hvað hún vill og hefur lært að for­gangs­raða rétt.

„Ég er þess vegna sterkari sem aldrei fyrr og mér líður eins og ég geti tekist á við hvað sem er eftir að hafa komist í gegnum þetta tíma­bil. Vinnan er þó aldrei full­unnin en nú veit ég hvað það er mikil­vægt að hlusta á líkamann og fara ekki fram úr sér, stoppa að­eins við og njóta þess sem ég hef,“ segir Eva.