Tónlistarmaðurinn og Eurovision-farinn Ari Ólafsson og Sólveig Lilja Rögnvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur eiga von á sínu fyrsta barni í apríl.
Parið greindi frá gleðitíðindunum á Instagram í gær með textanum „Þrjú í apríl.“
Ari og Sólveig eru stödd í London þar sem Ari hefur verið búsettur síðastliðin ár og lært söng og tónsmíðar við hinn virta tónlistarháskóla Royal Academy of Music.
Lífið á Fréttablaðinu óskar parinu innilega til hamingju.