Tónlistarmaðurinn og Eurovision-farinn, Eyþór Ingi Eyþórsson og kona hans Sigríður Karen Björgvinsdóttir nefndu son sinn óvenjulegu nafni síðastliðinn miðvikudag.
Drengurinn heitir Eyvin Atli og er sá fyrsti í þjóðskrá með það nafn.
Eyþór Ingi sagði frá nafngiftinni um helgina á Instagram, „Elsku yndislegi strákurinn okkar fékk nafnið sitt seinasta miðvikudag, hann heitir Eyvin Atli í höfuðið á öfum sínum Eyþóri og Björgvini, og er sem sagt fyrsti Eyvin í þjóðskrá. við elskum hann óendanlega mikið og erum spennt fyrir framhaldinu,“ skrifar hann.