Tón­listar­maðurinn og Euro­vision-farinn, Ey­þór Ingi Ey­þórs­son og kona hans Sig­ríður Karen Björg­vins­dóttir nefndu son sinn óvenjulegu nafni síðastliðinn miðvikudag.

Drengurinn heitir Ey­vin Atli og er sá fyrsti í þjóð­skrá með það nafn.

Ey­þór Ingi sagði frá nafn­giftinni um helgina á Insta­gram, „Elsku yndis­legi strákurinn okkar fékk nafnið sitt seinasta mið­viku­dag, hann heitir Ey­vin Atli í höfuðið á öfum sínum Ey­þóri og Björg­vini, og er sem sagt fyrsti Ey­vin í þjóð­skrá. við elskum hann ó­endan­lega mikið og erum spennt fyrir fram­haldinu,“ skrifar hann.