Euro­vision stjarnan Anna Odobescu, sem keppti fyrir hönd Moldavíu í fyrra, hefur nú bæst í hóp margra stirna sem hafa gert lög úr Euro­vision kvik­mynd Will Ferrell að sínu. Í glæ­nýju mynd­bandi tekur hún lagið „Husa­vik“ með pan­flautu og gítar.

Anna kom sjálf fram í myndinni en hún var þar á meðal stirna líkt og Lor­een, Netta og Alexander Rybak.

Hún er ekki sú eina sem gert hefur á­breiðu úr myndinni en Daði Freyr sjálfur gerði lagið Ja Ja Ding Dong að sínu nú á dögunum.

„Kæru vinir Eftir að hafa birst í myndinni The Story of Fire Saga á­kvað ég að koma ykkur á ó­vart!“