Eurovision stjarnan Anna Odobescu, sem keppti fyrir hönd Moldavíu í fyrra, hefur nú bæst í hóp margra stirna sem hafa gert lög úr Eurovision kvikmynd Will Ferrell að sínu. Í glænýju myndbandi tekur hún lagið „Husavik“ með panflautu og gítar.
Anna kom sjálf fram í myndinni en hún var þar á meðal stirna líkt og Loreen, Netta og Alexander Rybak.
Hún er ekki sú eina sem gert hefur ábreiðu úr myndinni en Daði Freyr sjálfur gerði lagið Ja Ja Ding Dong að sínu nú á dögunum.
„Kæru vinir Eftir að hafa birst í myndinni The Story of Fire Saga ákvað ég að koma ykkur á óvart!“