Stór­leikarinn Will Ferrel til­kynnti í við­tali við breska spjall­þátta­stjórn­endan Graham Norton í gær að Euro­vision-myndin, The Story of Fire Saga, verði frum­sýnd 26. júní næst­komandi. „Ég er í Euro­vision jakkanum mínum, til­búinn að hefjast handa,“ sagði Ferrell í við­talinu en Ferrell fer með hlut­verk ís­lenska tón­listar­mannsins Lars Ericks­son­g.

„Þetta hófst bók­staf­lega fyrir tuttugu árum þegar ég var að heim­sækja fjöl­skyldu eigin­konu minnar í Sví­þjóð og eitt kvöldið sagði frændi hennar; „Eigum við að setjast niður og horfa á Euro­vision?“ og ég sagði bara já,“ sagði Ferrell í við­talinu að­spurður um hvernig á­hugi hans á Euro­vision hófst.

Hann greindi frá því að hann hafi horft á keppnina í þrjá klukku­tíma sam­fleytt með opinn munninn af undrun. „Þetta var það klikkaðasta sem ég hef séð,“ bætti hann við. „Ég bjóst alltaf við að ein­hver myndi gera mynd um þetta og enginn hefur gert það,“ sagði hann.

Auk Ferrell mun leik­konan Rachel M­cA­dams fara með hlut­verk Sig­rit Ericks­dottir og Pi­erce Brosnan fer með hlut­verk föðurs Lars Ericks­son­g en líkt og flestir lands­menn muna var mikill við­búnaður á Húsa­vík síðast­liðið haust þar sem tökur á kvik­myndinni fóru fram.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en það hefst á 22. mínútu.