Samfélagsmiðillinn TikTok er opinber „skemmtana“ samstarfsaðili Samtakja evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU fyrir Eurovision.

Miðlar á borð við TikTok eru mikilvægir fyrir keppendur til að tryggja sér atkvæði yngri áhorfenda.

Sam Ryder, keppandi Bretlands, er klárlega með yfirhönd á þeim miðli en hann er með 12,3 milljónir fylgjenda á TikTok og er líklegur til að ná langt í keppninni samkvæmt öllum helstu veðbönkum. Þetta er í fyrsta sinn í tvo áratugi sem Bretlandi er spáð í topp fimm sætin í Eurovision.

TikTok mun sjá um dagskrárgerð, tónlistarlista og sýna allt það helsta baksviðs í keppninni. Hægt er að fylgja Fréttablaðinu á TikTok sem fer út til Torino í maí og mun birta myndefni frá hátíðinni.

@eurovision We’re super excited to announce TikTok as the Official Entertainment Partner for #Eurovision2022 ♬ original sound - Eurovision