Eurovision-húsið á Héðinsbraut 8 á Húsavík er nú komið á sölu. Húsið var heimili Lars, sem Will Ferrell lék, í kvikmyndinni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga.

Húsið er metið á 19,5 milljónir. Það var byggt árið 1903 og er tvíbýlishús. Húsið skiptist í tvær hæðir og ris og er samtals tæpir 128 fermetrar.

Mynd/Lögeign

Þrjú svefnherbergi eru í húsinu; tvö í risinu og eitt á miðhæðinni. Á henni má einnig finna eldhús og stofu.

Gengið er inn austan megin í húsið á jarðhæðinni. Þá er komið inn í forstofu með fatahengi en inn af henni er þvottahúsherbergi sem er hægt að loka með hurð. Stigi er svo úr forstofunni upp á miðhæð hússins en undir stiganum er smá geymslupláss.

Mynd/Lögeign
Mynd/Lögeign
Mynd/Lögeign
Mynd/Lögeign
Mynd/Lögeign
Mynd/Lögeign
Mynd/Lögeign
Mynd/Lögeign
Mynd/Lögeign
Mynd/Lögeign
Mynd/Lögeign