Euro­vision söngva­keppnin verður ekki haldin með hefð­bundn­um­hætti í ár. Þetta til­kynntu for­svars­menn keppninnar í dag en ó­víst er með hvaða sniði keppnin verður haldin. Þar koma þrjár sviðs­myndir til greina.

Skipu­leggj­endur hafa haldið spilum þétt að sér þetta árið. Líkt og al­þjóð veit var keppninni af­lýst í fyrra í fyrsta skiptið frá upp­hafi. Til­kynnt hefur verið að hún muni fara fram í ár í Rotter­dam, óháð heims­far­aldrinum.

Enn á eftir að á­kveða hvernig keppnin verður haldin. Fyrsti val­kostur stjórn­enda, val­kostur A, var að halda keppnina með venju­legum hætti, með á­horf­endum og öllu til­heyrandi. Það er ekki í boði og verða þrjár leiðir því kannaðar, að því er haft er eftir Martin Österdahl, fram­kvæmda­stjóra keppninnar í til­kynningu frá EBU. Þar koma þrír val­kostir til greina, B,C og D. Segir í til­kynningu EBU að með því að bíða með þessa á­kvörðun, geti sam­tökin eftir sem fremstu megni verið sveigjan­leg. Mark­miðið sé að koma öllum 41 kepp­endunum til Rotter­dam.

Valið stendur milli B, C og D

Þar koma þrír val­kostir til greina, B,C og D. Val­kostur B felur í sér að keppnin verði haldin með ströngum fjar­lægðar­tak­mörkunum gesta (e. social distancing). Þar verða auk þess strangar skimunar­reglur, þar sem reglu­lega verður skimað fyrir CO­VID. Þeim kepp­endum sem geta mætt til Rotter­dam verður leyft það. Á­horf­endum í sal verður fækkað mikið, eða sleppt al­farið.

Val­kostur C felur í sér miklar ferða­tak­markanir. Þannig yrði engum keppanda gert kleyft að ferðast til Rotter­dam. Öll lög yrðu þess í stað tekin upp heima fyrir, streymt þaðan í beinni út­sendingu kvöldin þrjú sem keppnirnar fara alla­jafna fram á. Þó yrðu gest­gjafar til staðar í Ahoy höllinni í Rotter­dam, kynnarnir yrðu þar og skemmti­at­riði í beinni út­sendingu þaðan með ströngum sótt­varnar­reglum. Þá er einnig mögu­leiki á að færri á­horf­endum yrði gert kleyft að fylgjast með í beinni. Auk þess yrði fjöldi minni við­burða haldinn í Rotter­dam.

Val­kostur D er sá strangasti með til­liti til sótt­varna. Engum yrði gert kleyft að ferðast til Rotter­dam. Þess í stað væri borgin sýnd á staf­rænan hátt með mynd­böndum. Kepp­endur myndu taka at­riði sín upp heima fyrir og ekkert yrði tekið upp í sjálfri tón­leika­höllinni. Engir á­horf­endur leyfðir.

Mynd/EBU