Aðdáendur Eurovision virðast margir hverjir kvíða væntanlegri Eurovision-grínmynd Will Ferrels, sem á að koma út í sumar. Netflix sér um framleiðslu myndarinnar en stórfyrirtækið deildi í gær klippu úr tónlistarmyndbandi Will Ferrels og Rachel McAdams, sem leika íslensku hljómsveitina „Fire Saga“ sem á að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Euroaðdáendur létu í sér heyra í athugasemdum við færsluna:

„Það bað enginn alvöru aðdáandi um þetta,“ segir aðdáandi nokkur í athugasemd og virðist ekki sérlega heillaður af myndbandinu.

„Eyðið þessu, þetta er viðbjóður“

„Þetta er svo mikið rusl að jafnvel breska atriðið myndi enda fyrir ofan þetta í keppninni“

„Þið verðið að biðja Ísland afsökunar núna strax“

„Þau hafa gert grundvallarmistök hérna. Eurovision er hafið yfir paródískar útleggingar. Það er ekki hægt að gera keppnina fáránlegri en hún er,“ segir einn.

„Þetta er móðgandi“