Lífið

Þetta er upp­á­halds Harry Potter mynd Daniel Radclif­fe

Daniel Radcliffe tjáði sig um uppáhalds Harry Potter myndina sína í stórskemmtilegu myndbandi þar sem hann svaraði mest gúggluðustu spurningunum um sjálfan sig.

Það kom Daniel sennilega ekki á óvart að fyrsta spurningin var um Harry Potter. Fréttablaðið/Skjáskot

Breski leikarinn Daniel Radcliffe tjáir sig um það hver Harry Potter myndanna er í uppáhaldi hjá honum í afar skemmtilegu myndbandi sem vefmiðillinn Wired birti á Youtube síðu sinni nú á dögunum.

Í myndbandinu svarar leikarinn mest lesnu spurningunum sem vefverjar hafa slegið inn um kappann á Google og útkoman er vægast sagt stórskemmtileg en margir veltu því jafnframt fyrir sér hvaðan kappinn væri en hann er auðvitað frá Englandi.

Það kemur eflaust mörgum á óvart hvaða Harry Potter mynd reyndist vera í uppáhaldi hjá kappanum en það var fimmta myndin, Harry Potter and the Order of the Phoenix, þó hann taki einnig fram að síðasta myndin hafi verið góð. 

„Ég elskaði síðustu en ég elskaði líka fimmtu myndina virkilega mikið. Hún er ekki í uppáhaldi hjá mörgum og ég geri mér grein fyrir því en ég kann að meta hana út af sambandi Harrys og Siriusar og það er mikið af Gary Oldman í myndinni og svo var líka mjög gaman að taka hana upp, þannig fimmta eða síðasta myndin.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing