Líkamsstarfsemin verður strax betri og það þýðir að aldrei er of seint að hætta að reykja. Samkvæmt danska landlæknisembættinu mun sextugur einstaklingur sem hættir að reykja lifa að meðaltali þremur árum lengur en annars. Hætti einstaklingur að reykja þrítugur getur hann séð fram á að lifa tíu árum lengur en ef hann hefði haldið áfram að reykja. Það eru dýrmæt ár með vinum og ættingjum.

Betri líkamsstarfsemi strax

Heilsubætandi áhrif koma þegar fram tuttugu mínútum eftir að þú hefur drepið í sígarettunni. Blóðþrýstingur og hjartsláttur verður eðlilegur aftur næstum um leið og þú hefur drepið í síðustu sígarettunni og að 24 klukkustundum liðnum hefur dregið úr hættu á blóðtappa og lungun eru sjálfkrafa byrjuð að hreinsa sig. Því lengur sem þú getur staðist að fá þér sígarettu því betri verður líkamsstarfsemin. Jafnt og þétt koma enn fleiri kostir í ljós sem koma til með að vera enn meiri hvatning til að halda bindindið.

Betri blóðrás eftir þriggja daga reykbindindi

Súrefnisupptaka líkamans eykst og öndun verður auðveldari, lyktarskyn eykst á ný og að tveimur vikum liðnum verður blóðrásin orðin betri og geta lungnanna til að verjast sýkingum eykst. Þetta ferli heldur áfram næstu mánuði eftir að reykbindindi hefst.

Þú öðlast meiri ró

Eftir þriggja til tólf mánaða reykleysi kemur þú til með að sofa betur á næturnar, hósta sjaldnar og öndun verður auðveldari. Þú hættir að upplifa göngu í stigum eins og fjallgöngu og kemur til með að hafa meira þol til að leika við börnin í leikjum sem krefjast áreynslu og búast má við að þreyta í fótum komi til með að segja fyrr til sín en mæði þegar þú ferð í hlaupatúr. Konur koma til með að eiga auðveldara með að verða þungaðar.

Hætta á blóðtappa og sumu krabbameini minnkar

Ef þú getur haldið upp á eins árs reykleysisafmæli getur þú glaðst yfir að hætta á blóðtappa hefur nú minnkað um helming og eftir fimm ár er hætta á sumum tegundum krabbameins orðin helmingi minni. Eftir 10 til 15 ára reykleysi mun hætta á blóðtappa vera orðin jafn mikil og hjá þeim sem hafa aldrei reykt og hættan á krabbameini í loftvegum verður næstum jafn lítil og hjá þeim sem hafa aldrei reykt.

Að lokum má alls ekki gleyma að nefna umhverfisáhrifin

Þegar þú hættir að reykja stöðvar þú einnig óbeinar reykingar sem þínir nánustu verða fyrir. Jafnvel þótt þú hafir eingöngu reykt á heimilinu þegar þú varst alein/aleinn heima eða í sérherbergi hafa agnir úr reyknum verið til staðar og verið skaðlegar umhverfinu. Bæði fjölskylda og vinir reykingafólks verða að meira eða minna leyti fyrir skaðlegum efnum í reyknum. Eftir því sem þú heldur reykbindið lengur muntu verða vör/var við æ meiri ávinning af því að anda að þér hreinu lofti.

Þessi grein er kostuð af Artasan. Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/Ice­Mint/Spearmint lyfjatyggi­gúmmí, Nicotinell Mint munnsogs­töflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á serlyfjaskra.is. Sjá nánar á á nicotinell.is.