„Taskan mín hvarf fyrir framan dansgólfið á Brekkusviðinu inn í Herjólfsdal,“ segir tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson á Facebook síðu sinni en hann segist aldrei hafa lent í öðru eins.
Erpur virðist vera alls laus í Vestmannaeyjum. „Veskið, lyklarnir, snyrtidótið og öll fötin mín fyrir kvöldið voru í sekknum,“ segir hann og lofar fundarlaunum fyrir þann sem finnur töskuna.
XXX Rottweiler, Blaffi og Villi Neto frumfluttu í gær lag á Þjóðhátíð í Eyjum, en það er fyrsta lag sem XXX Rottweiler gefa út í fimm ár.