Á­hrifa­valdurinn og guð­fræðingurinn Erna Kristín Stefáns­dóttir og eigin­maður hennar Bassi Ólafs­son eiga von á tveimur drengjum. Hún greindi frá því snemma í nóvember að þau hjón ættu von á tví­burum og hefur birt mynd­skeið á Insta­gram þar sem fram kemur að það séu tveir drengir.

„Tveir litlir Bassar á leiðinni 👶🏼👶🏼

10 af 10 úr skoðun á börnum & móður. Allt það sem skiptir máli í stóra samhenginu 🤍

Við getum ekki beðið eftir silfurdrengjunum okkar sem eru væntanlegir í Apríl ✌🏻“

Erna Kristín ræddi við Frétta­blaðið er hún sagði frá ó­léttunni.

„Lífið, eina sekúnduna veit ég ekkert hvert ég er að stefna. Hina of­plana ég lífið frá A til Ö til þess að sann­færa sjálfa mig um að allt sé að sigla í rétta átt. Þá þriðju kemur ó­væntur glaðningur sem breytir öllum þessum plönum, lífið er ó­út­reiknan­legur rússí­bani og það er það sem gerir það svo skemmti­legt. Fjöl­skyldan stækkar og ekki bara um eitt heldur eru tví­burar á leiðinni,“ segir hún, en sé einnig enn að átta sig á tíðindunum, sem voru ó­vænt en afar vel­komin.

Fyrir eiga þau tvö börn, Leon Bassa sjö ára og Önju sem er sex­tán ára sem Bassi á úr fyrra sam­bandi.