Erling T.V. Klingenberg listamaður opnaði í dag listasýninguna punktur, punktur, punktur í Listasafninu á Akureyri sem inniheldur meðal annars stolna hluti frá ýmsum listamönnum og kynfærahár frá 50 myndlistamönnum.

Erling var í viðtali í Föstudagsþætti N4 og ræddi þar um nýjustu sýningu sína. Þar greindi þar frá því að hann hafi haft samband við rúmlega 50 listamenn og beðið þá um að klippa af sér eða taka af sér eitt kynfærahár og senda honum í pósti eða afhenda honum.

„Síðan hef ég tekið þessi kynhár og rammað þau inn og sett þau í ákveðið listrænt samhengi. Ég kalla þetta hárfínar teikningar af myndlistarmönnum," sagði Erling í spjalli við N4.

Íslenskir listaunnendur þekkja vel til verka Erlings en hannnám í myndlist á Íslandi, í Þýskalandi og Kanada. Hann hefur sýnt víða hérlendis og erlendis og er einn af stofnendum Kling & Bang í Reykjavík.

Samkvæmt lýsingu á viðburðarsíðu Listasafnsins sveiflast vinnuaðferðir Elings á milli þess óþægilega og þess einlæga.

Ágengar tilfinningar eru einnig algengt viðfangsefni verka hans og setur Erling hugmyndina um listamanninn í óvænt og oft skoplegt samhengi.

Bíll og steinn úr verki Erlings: Reserved for Erling T.V. Klingenberg sem var sýnt bæði á Írlandi og við Marshallhúsið á Íslandi.