Bresk­i tón­list­ar­mað­ur­inn Eric Clapt­on hef­ur til­kynnt að hann muni ekki troð­a upp á tón­leik­um þar sem þess er kraf­ist að tón­leik­a­gest­ir séu ból­u­sett­ir gegn Co­vid-19.

„Ef ekki eru gerð­ar ráð­staf­an­ir til að all­ir geti sótt tón­leik­an­a á­skil ég mér þann rétt að hætt­a við þá,“ sagð­i Clapt­on í yf­ir­lýs­ing­u. Stjórn­völd í Bret­land­i hafa til­kynnt að í lok sept­em­ber verð­i ból­u­setn­ing­ar­vott­orð skil­yrð­i fyr­ir því að fólk geti sótt skemmt­i­stað­i og tón­leik­a. Clapt­on mun ekki stíg­a á neitt svið þar sem á­horf­end­um er mis­mun­að eins og hann orð­ar það.

Eric Clapt­on þyk­ir einn best­i gít­ar­leik­ar­i heims.
Fréttablaðið/AFP

Í maí greind­i Clapt­on frá því að hann hefð­i feng­ið slæm við­brögð við ból­u­setn­ing­u með ból­u­efn­i AstraZ­en­e­ca. Hann sagð­ist hafa feng­ið „al­var­leg“ við­brögð við ból­u­setn­ing­un­a og ótt­að­ist að geta ekki spil­að á gít­ar sinn fram­ar.

Næst­u tón­leik­ar Clapt­on í Bret­land­i eiga að fara fram í Lond­on í maí.