Lífið

„Erfitt að leggja af þegar ég er edrú“

Klámmyndakonan Jenna Jamesson segir það andlega erfitt að berjast við aukakílóin. Hún hafi verið full af skömm þegar hún var sem þyngst.

Fyrrum klámmyndaleikkonan Jenna Jamesson hefur lagt heilmikið af eftir barnsburð, ferli sem var henni mjög erfitt andlega. Fréttablaðið/Instagram

Drottning klámmyndana Jenna Jameson tjáði sig á Instagram um andlegt álag sem fylgir því að vera edrú og berjast við yfirvigt eftir barnsburð. Jenna sem er 44 ára eignaðist sitt þriðja barn síðasta vor.

„Ræðum aðeins andlegu hliðina á því að leggja af og verða heilbrigð. Ég skal vera fullkomlega hreinskilin, þegar ég var sem þyngst þá þoldi ég ekki að fara út úr húsi. Ég var hrædd við að verða dæmd. Mér fannst allir vera að horfa á mig og hugsa „svakalega lítur Jenna Jameson illa út“.

Jenna hefur sagt skilið við fyrra líferni og helgar líf sitt dótturinni Batel Lu sem fæddist í apríl í fyrra. Fréttablaðið/Instagram

Leikkonan segir alla hugsa um það hvernig fólk horfi á það og dæmi eftir útlitinu en í hennar tilfelli hafi hún verið full af skömm og vonbrigðum með sjálfa sig.

Jenna segir það hafa verið nýja áskorun fyrir sig að leggja af alsgáð það hafi hún aldrei gert og var hrædd við geta það ekki. Leikkonan var háð örvandi fíkniefnum og sterkum verkjalyfjum meira og minna frá unglingsaldri og notaði þau óspart til að halda kílóafjöldanum í skefjum.

„Að vera samtímis í yfirvigt og allsgáð er eitthvað sem ég hef aldrei tekist á við áður. Ég taldi mér stöðugt trú um að ég gæti haldið mér edrú, komist yfir fíknina og lagt af með heilbrigðum hætti…og það tókst mér.“ Segir Jenna og þakkar fylgjendum sínum á Instagram fyrir hvatninguna og umsagnir þeirra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Charging Center One hleðslustöð

Lífið

Katrín Tanja selur miðbæjarslotið

Lífið

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Auglýsing

Nýjast

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Hrókurinn gerði gott gleði­mót á norður­hjara veraldar

Erfið barátta við krabbamein

Líkamsrækt og hlaup

tetesept á Íslandi

Auglýsing