Jeff Lowe, dýra­garða­braskarinn sem kom fyrir í hinum geysi­vin­sælu Tiger King þáttum, situr nú undir lög­sókn vegna meints dýra­níðs. Á­horf­endur þáttanna þekkja Jeff sem erfingja tígris­konungsins Joe Exotic enda tók hann við rekstri dýra­garðs þeirra fé­laga í Okla­homa eftir að sá síðar­nefndi var sendur í steininn árið 2016.

Stjórn­völd steyptu Jeff af stóli stuttu síðar og tóku af honum dýra­garðinn en hann er nú aftur kominn í krappan dans, í þetta sinn vegna á­kæru um í­trekað dýra­níð sem á að hafa farið fram í garðinum.

Ítrekað dýraníð

Rekstur Grea­ter Wyn­newood Exotic Animal Park, en það nafn fékk dýra­garðurinn stuttu eftir að valda­tíð Joe Exotic rann sitt skeið, hefur verið rann­sakaður ítar­lega af Land­búnaðar­stofnun Banda­ríkjanna, USDA. Leiddu rann­sóknirnar í ljós al­var­legt og í­trekað dýra­níð.

Að­stæður voru ekki tígris­dýrum sæmandi og því hefur sak­sóknari birt á­kæru vegna málsins. Garðurinn hýsti á þriðja hundrað ljóna og tígris­dýra en fram kemur að sum þeirra voru van­nærð, að­stæður ó­heil­brigðar og ó­öruggar og að vegna þessa hafi sum dýrin látist fyrir aldur fram.

Jeff Lowe hefur ekki tjáð sig vegna málsins en hann hefur áður vísað á­sökunum dýra­verndunar­sinna á bug. Hann segir að dýra­garðurinn hafi orðið að skot­spæni meintra ruglu­dalla um allan heim eftir birtingu Tiger King þáttanna.