Dóm­stóll í Bret­landi hefur á­kveðið að erfða­skrá Prins Filippusar skuli vera læst í minnsta kosti 90 ár til að vernda heiður og virðingu drottningarinnar.

Hefð er fyrir því í Bret­landi að eftir að með­limur konungs­fjöl­skyldunnar deyr þá hefur verið farið fram á það við dóm­stól að inn­sigla erfða­skrár þeirra og það þýðir að ó­líkt öðrum erfða­skrám þá verður hún ekki opin­ber al­menningi. Hægt verður að sækja um að opna hana eftir 90 ár.

Réttar­höld vegna málsins fóru fram í dóm­stólum í júlí og heyrði dómarinn, Sir Andrew McFar­la­ne, rök beggja hliða. Hann birti á­kvörðun sína svo í dag.

Fram kemur í frétt BBC í um málið að sem æðsti dómari fjöl­skyldu­dóm­stólsins í High Court sem er milli­dóms­stig í Bret­landi þá eigi hann í öryggis­skápi af­rit af erfða­skrám 30 látinna með­lima konungs­fjöl­skyldunnar og í fyrsta skipti í meira en 100 ár gaf hann út leið­beiningar um það hvernig þessar erfða­skrár geti verið opnaðar al­menningi.

Sam­kvæmt þeim verða erfða­skrárnar opnaðar eftir 90 ár af lög­fræðingi krúnunnar, full­trúa frá bresku skjala­geymslunni, ríkis­sak­sóknara og eftir­lifandi fjöl­skyldu­með­limi ein­stak­lingsins sem erfða­skráin til­heyrir. Þau munu í sam­einingu á­kveða hvort að erfða­skráin eigi að vera að­gengi­leg al­menningi að sögn Sir Andrew en hann tók þó fram að ein­hverjir hlutar erfða­skránna verði aldrei opnaðir al­menningi.

Hann sagði að full­trúi frá skjala­geymslunni ætti alltaf að vera við­staddur til að varð­veita sögu­legt gildi pappíranna en frekari leið­beiningar verða gefnar út þegar nær dregur.

Prins Filippus lést 9. apríl á þessu ári.