Fyrirspurn: Er það rétt að kviðfita sé hættulegasta fitan?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

Já það er rétt, Fjöldi rannsókna hafa sýnt að innri fita á kvið er talsvert hættulegri heldur en önnur líkamsfita, því hún tengist óeðlilegum efnaskiptum t.d. skertu sykurþoli og hækkun á slæmum blóðfitum sem svo auka líkur á sjúkdómum eins og fullorðins sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig eru þeir sem fá hærra en 30 stig á BMI skalanum í aukinni hættu fyrir þessum sjúkdómum.

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Meira á www.doktor.frettabladid.is.

Fréttablaðið hefur gengið til samstarfs við heilsuvefinn Doktor.is. Samstarfið tekur meðal annars til vikulegra pistla eftir Teit Guðmundsson, lækni og ritstjóra vefsins, í Tilverunni, fréttahluta í fimmtudagsútgáfu Fréttablaðsins þar sem heilsu og lífsstíl verður gert hátt undir höfði.

Doktor.is er elsti heilsuvefur landsins og er þar að finna mikið af upplýsingum um allt sem tengist almennri heilsu, sjúkdómum og veikindum.

Lesendum Fréttablaðsins gefst kostur á að senda fyrirspurnir til lækna og hjúkrunarfræðinga Doktor.is með því að smella hér. Allar fyrirspurnir eru nafnlausar.