Lífið

Er ástin gjaldþrota?

Ástir með Ástu - Tíu vísbendingar um að sambandið sé komið í þrot.

Þegar að þið talið ekki lengur saman og samskipti fara fram í pirringstón er rétt að endurmeta hvort að það eigi að halda áfram. Fréttablaðið/Getty

Í upphafi sambands erum við svo hrifin af hinni manneskjunni að okkur dettur ekki í hug að einn daginn gæti það breyst. Vísbendingar um að kul sé komið í sambandið og að það stefni í frostmark eru margvíslegar. Gott er að vita hvert stefnir og þekkja aðvörunarljósin áður en að allt fer í kaldakol. Hér eru tíu vísbendingar sem vert er að skoða til að meta stöðu sambandsins.

Ástríðan og ástúðin er ekki lengur til staðar og það er engin löngun til að vera í nánum tengslum. Fréttablaðið/Getty

Tíu vísbendingar um að sambandið sé í hættu

Þið eruð hætt að tala saman
Góðar samræður eru grunnurinn að góðum samskiptum. Þegar að hvatinn til að ræða saman minnkar og gleðin sem að áður var í samræðunnum er horfin þá er það nokkuð sterk vísbending um að hitastigið í sambandinu fari lækkandi. Þegar að samræðurnar eru orðnar stirðar og það er vandræðalegt að sitja saman til borðs og hafa ekkert að segja þá er það er merki um að eitthvað sé ekki eins og það á að vera.

Kynlífið er gufað upp
Gott kynlíf er lykillinn að nánd og ein sterkasta tjáning ástarinnar. Þegar að löngunin fer og tilfinningarnar sem að áður voru tjáðar með snertingu og unaði hafa ekki lengur þörf fyrir að fá útrás þá er komið í óefni. Langflest pör upplifa „þurrkatíma“ í ástarleikjum og það er hið eðlilegasta mál, en þegar að parið upplifir enga gleði né löngun til að sofa saman og jafnvel forðast snertingu þá er í óefni komið.

Gleðin er farin
Húmor og léttleiki er nauðsynlegt innihald í góðu sambandi, það er fátt betra en að hlæja saman. Gleðisnautt samband er ekki hamingjusamband. Ef að þér leiðist makinn bæði hegðun hans heima fyrir og annarsstaðar og vilt ekki vera nálægt honum þá endar það með því að þú munt sýna honum mikla vanvirðingu.

Nöldur og tuð í stað kossa og gleði
Allt sem að þið ræðið verður að deiluefni og tilefni til tuðs. Nöldur og rifrildi er orðið að hinu hefðbundna samskiptamynstri í stað samræðna. Pirringur eykst yfir öllu og yfirtekur alla sýn á málin.

Forðast langtímaplön
Þig langar ekki að skipuleggja þig með hinum aðilanum fram í tímann. Vilt ekki skuldbinda þig og ert ekki tilbúin til að breyta plönum þínum til að komast til móts við áætlanir hins.

Sýnið ekki lengur neina ástúð
Þið eruð hætt að sakna hins, og ert fegin þegar að hann er ekki nálægt. Allt kelerí og kúr heyrir sögunni til, þið sitjið ekki lengur saman eins og tyggjóklessa í sófanum heldur eruð rækilega skorðuð hvort í sínu horni og passið landamærin vel. Kærleiksorð heyrast ekki og þið kallið ekki hvort annað gælunöfnum lengur. Öll hlýja er horfin úr samskiptunum sem minna orðið á samskipti vinnufélaga.

Dagdreymir um annað líf
Þú lætur þig dreyma um líf án makans, líf þar sem að þú ein/einn ræður för. Mátar þig í huganum með öðrum og jafnvel mörgum.

Rífist reglulega
Þegar að tuðið og pirringurinn tekur völdin í samræðunum þá er stutt yfir í hörkurifrildi sem getur magnast og endað með miklum særindum og leiðindum. Og þá er stundum stutt í ábyrgðarlausa hegðun og hefnigirni.

Fullkomið áhugaleysi
Hvert makinn fer, hvað hann gerir, hvernig dagurinn hans var er ekki lengur það sem að þú hefur áhuga á. Þér gæti ekki staðið meira á saman um daglegar athafnir hans. Þú sýnir fullkomið skeytingarleysi og hefur ekkert samviskubit yfir því.

Þú leitar annað
Framhjáhald er ein skýrasta birtingamynd þess að viðkomandi sé ekki hamingjusamur í sínu sambandi. Þegar að fólk leitar annað til að fá umhyggju ástúð, athygli og kynlíf þá er fátt eftir heima til að leita í. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Sam­þykktu geim­þátt Carell og höfunds The Office um leið

Lífið

Tókust á við óttann við drukknun

Lífið

Fékk prest til að blessa hundinn sinn

Auglýsing

Nýjast

Það sem er um­deilt í kringum Green Book

Sarah Michelle Gellar elskar Buf­fy hlað­varp Hug­leiks

Vegan karríréttur Margrétar Weisshappel

Dóttirin sló í gegn í stúdíóinu

Doktor.is: Svefntruflanir og afleiðingar

Byrjaði að rappa í Kópavogi

Auglýsing