Ítalska tón­skáldið Ennio Morricone, sem á heiðurinn af mörgum af þekktustu lögum kvik­mynda­sögunnar, er látinn, 91 árs að aldri. Frá þessu greinir frétta­stofa AP. Morricone fæddist í Róm á Ítalíu þann 10. nóvember árið 1928.

Morricone hlaut Óskars­verð­laun árið 2016 fyrir myndina The Hateful Eig­ht í leik­stjórn Quentin Tarantino. Þá var hann til­nefndur til Óskars­verð­launa fyrir myndirnar Days of Hea­ven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Maléna. Morricone fékk heiðurs­verð­laun á Óskars­verð­launa­há­tíðinni 2007 fyrir fram­lag sitt til kvik­mynda­iðnaðarins.

Eitt af hans þekktari lögum er án efa stefið í spag­hettí­vestranum The Good, the Bad and the Ugly. Morricone var afar af­kasta­mikill og samdi tón­list fyrir um það bil 400 kvik­myndir.

Lög­maður Morricone, Giorgio Assumma, stað­festi að Morricone hefði látist á sjúkra­húsi í Róm í morgun. Hann datt ný­lega og fót­brotnaði og segir Assumma að dauða hans megi rekja til slyssins.