Ís­lenski Euro­vision hópurinn bíður enn eftir niður­stöðum úr co­vid-sýna­töku sem allur hópurinn þurfti að fara í eftit að smit greindist í hópnum í gær.

Felix Bergs­son, farar­stjóri ís­lenska hópsins sagði í kvöld­fréttum RÚV að vonandi yrðu niður­stöðurnar komnar á hreint í kvöld.

Hópurinn hefur nú beðið eftir niður­stöðum í næstum þrjá­tíu klukku­stundir. Enn er ó­víst hvort hópurinn fái að stíga á sviðið í Rotter­dam á fimmtu­daginn en það skýrist vonandi í kvöld.

Þrátt fyrir að allir greinist nei­kvæðir er hópurinn ekki laus allra mála. Allir þurfa að klára fimm daga sótt­kví en ef enginn er með co­vid-19 í hópnum er vonast eftir því að ná að taka þátt í æfingu og dómararennsli á mið­viku­dag.

Ef það gengur ekki upp verður Ís­land þó alltaf með í seinni undan­riðlinum á fimmtu­dag þar sem upp­taka af ís­lenska at­riðinu verður spiluð.

Ís­lenski Euro­vision hópurinn er bólu­settur en Felix segir í sam­tali við RÚV að það gæti tekið nokkrar vikur fyrir Jans­sen efnið að ná fullri virkni.