Daði, Árný og fé­lagar í Gagna­magninu hafa enn og aftur farið upp í veð­bönkum. Veð­bankar spá Ís­landi nú fjórða sæti í stað þess fimmta eins og var í gær.

Þetta má sjá á vefnum Euro­visionWorld þar sem veð­banka­spár eru teknar saman. Frakkar sitja sem fastast á toppnum en Ítalir hafa flogið upp listann eftir sína fyrstu æfingu og er nú spáð 2. sæti. Destiny fyrir hönd Möltu er svo spáð því þriðja.

EurovisionWorld/Skjáskot

Eins og Frétta­blaðið greindi frá í gær var hópurinn á­nægður með sína aðra æfingu á sviði sem fram fór í gær. Sagði Daði að helst væri verið að vinna að því að stað­setja mynda­vélar.

Nokkurn veginn er ó­hætt að full­yrða að enginn verður svikinn næsta fimmtu­dags­kvöld. Sviðs­myndin er stór­glæsi­leg og allar líkur á að Gagna­magnið muni koma Evrópu­búum vel á ó­vart. Í myndbandinu hér að neðan má sjá glefsu úr því hvernig upphafið verður á sviðinu.

Hópurinn hefur jafn­framt sagt að dansinn uppi á sviði sé flóknari heldur en hann lítur út fyrir að vera. Allt saman er þó komið í vöðvaminni hópsins. Þá sagðist Felix Bergs­son, fara­stjóri hópsins, vera full­viss um að Ís­land gæti haldið Euro­vision á næsta ári.