Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar listakokkinn knáa Leif Kolbeinsson, eiganda að hinum sívinsæla veitingastað La Primavera. Veitingastaðurinn er í Marshallhúsinu út á Granda og á fjórðu hæð í Hörpu þar sem útsýnið skarta sínu fegursta og fjallasýnin fangar augað.
Leifur hefur í meira en 27 ár verið boðberi nýrra strauma og ilmandi hefða í matreiðslu og kom með ferskan andblæ í íslenska veitingahúsaflóru þegar hann opnaði fyrst og ítalskir réttir fóru að skarta diskana í öllum sínum dýrðarljóma. La Primavera hóf rekstur árið 1993 í Húsi verslunarinnar en árið 1996 flutti staðurinn í Austurstræti og var þar til ársins 2011. Árið 2017 opnaði La Primavera svo í Marshallhúsinu við mikinn fögnuð viðskiptavina sem voru farnir að sakna ítölsku matargerðarinnar sem Leifur er annálaður fyrir.
Í þættinum fær Sjöfn Leif til að flétta ofan af töfrum La Primavera, matseðilsins og galdrinum bak við að staðurinn skuli ávallt vera jafnvinsæll og raun ber vitni. „Það eru 27 ár síðan La Primavera opnaði í Austurstræti og við erum enn þá að fá sömu föstu viðskiptavinina, sem eru farnir að koma með börnin og börnin með sín börn,“ segir Leifur og bætir við að þetta séu forréttindi.
Leifur býður upp á smakk
La Primavera býður upp á girnilega blöndu af hefðbundnum réttum af matseðli og nýjungum þar sem íslenskt hráefni og ítölsk hefð renna saman í unaðslegri matarnautn sem er engri lík. Leifur býður Sjöfn upp á einstaka matarupplifun þar sem hún fær smjörþefinn af því sem í boði er.
Leifur fer á kostum í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.
Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan.