Bachelorette parið Tayshia Adams og Zac Clark eru hætt saman rúm­lega ári eftir að hafa opin­berað trú­lofun sína í þáttunum. Us We­ekly greinir frá.

Tayshia hljóp í skarðið fyrir piparjúnkuna Claire Crawl­ey í seríunni í fyrra. Í frétt banda­ríska miðilsins segir að tals­maður Tays­hiu stað­festi slitin.

Vanga­veltur um sam­bands­slitin fóru af stað á sam­fé­lags­miðlum í byrjun mánaðar þar sem enginn hringur var á höndum Tays­hiu við tökur á Bachelor Happy Hour hlað­varpsins. Fyrr í mánuðinum hljóp parið New York mara­þon saman.