Ragna Fossberg förðunarmeistari hjá Rúv segir dýrustu kremin ekki alltaf þau sem virka best í viðtali við Lifðu núna.
„Ef kremin kæmu í veg fyrir að við yrðum hrukkótt, væri enginn hrukkóttur“, segir Ragna en það sé hægt að milda hrukkur með góðri húðumhirðu með því að bera á hana raka, en allir verða hrukkóttir.
Ragna segir og eigi hver og einn að nota það sem hentar þeim best, krem eða olíur.
„Við förum reglulega með bílinn í smurningu og sama gildir um líkamann, hann þarf meðhöndlun svo hann stirðni ekki,“ segir Ragna. Þá hjálpi hollt líferni og mataræði til.
Ragna er mörgum kunn en hún starfaði í sjónvarpi í meira en hálfa öld, unnið við fleiri en þrjátíu bíómyndir og hjlotið sjö Eddur fyrir störf sín.
Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Lifðu núna.