Enginn ný kórónu­veiru­smit greindust hjá ís­lenska Euro­vision-hópnum eftir sýna­töku í Rotter­dam í gær. Þetta kemur fram á vefRÚV.

Ís­lenski hópurinn þurfti að bíða í næstum því þrjá­tíu klukku­stundir eftir því að fá niður­stöðurnar.

Allir í hópnum voru sendir í skimun í gær eftir að smit greindist hjá einum með­limi hópsins. Sá hinn sami er ekki einn þeirra sem stíga á svið á fimmtu­dag.

Felix Bergs­son, farar­stjóri ís­lenska hópsins, segir í sam­tali við frétta­stofu RÚV að Daði Freyr og liðs­menn gagna­magnsins fara í annað próf snemma á mið­viku­dags­morgun. Ef það verður líka nei­kvætt fá þau að æfa eins og á­ætlað var.Uppfærð tilkynning frá RÚV:

Þau 13 úr íslenska hópnum sem gengust undir Covid próf í gær reyndust ekki með veiruna samkvæmt niðurstöðum sem bárust um kl. 20 í kvöld.

Allur íslenski hópurinn mun gangast undir önnur próf, á miðvikudags- og fimmtudagsmorgun, og ef sama niðurstaða fæst – og enginn í hópnum sýnir einkenni - munu Daði og Gagnamagnið stíga á svið á hinu svokallaða dómararennsli á miðvikudagskvöld og einnig í undanúrslitunum á fimmtudagskvöldið.

Meðlimir íslenska hópsins eru að vonum mjög glaðir með þessa þróun mála og munu halda áfram í sóttkví þangað til farið verður í prófið á miðvikudagsmorgun.