„Á­kveðið var að leggja á­herslu á að dag­skráin á þjóð­há­tíðar­daginn yrði fyrst og fremst fjöl­skyldu­skemmtun frá klukkan 13.00 til klukkan 18.00,“ svarar Eva Berg­þóra Guð­bergs­dóttir, teymis­stjóri sam­skipta­sviðs Reykja­víkur­borgar, spurð hvers vegna borgin bjóði ekki lengur upp á kvöld­dag­skrá á sau­tjánda júní.

Að sögn Evu Berg­þóru var síðast kvöld­dag­skrá sau­tjánda júní 2015. Að­spurð segir hún engar breytingar á nú­verandi fyrir­komu­lagi hafa verið ræddar. „Á Menningar­nótt er hins vegar boðið upp á veg­lega kvöld­dag­skrá,“ bendir teymis­stjórinn á.

Eva Berg­þóra Guð­bergs­dóttir, teymis­stjóri sam­skipta­sviðs Reykja­víkur­borgar.
Mynd/Aðsend

„Að sjálf­sögðu er Menningar­nótt fjöl­skyldu­há­tíð en hún er með öðrum blæ en þjóð­há­tíðar­dag­skráin og hefur nokkra sér­stöðu þar sem hún hófst sem kvöld­skemmtun,“ svarar Eva Berg­þóra þeirri spurningu hvort borgin líti þá ekki á Menningar­há­tíð sem fjöl­skyldu­há­tíð fyrst þar er kvöld­dag­skrá.

„Reykja­víkur­borg er há­tíða­borg sem býður upp á fjöl­breytta dag­skrá allt árið og fjöl­breytni er ein­mitt lykil­orðið – alls konar há­tíðir sem allar hafa skapað sér sér­stöðu,“ undir­strikar hún. „Þessi tíma­rammi er talinn henta vel fyrir skemmti­dag­skrá sem tekur mið af fjöl­skyldum á öllum aldri og hafa önnur sveitar­fé­lög verið að feta svipaða leið á þjóð­há­tíðar­daginn.“ Kópa­vogur hefur ekki verið með kvöld­dag­skrá síðustu ár og lagt á­herslu á dag­skrá að degi til úti í hverfunum.