Til­nefningar til Eddunnar 2020 voru gerðar opin­berar fyrr í dag en at­hygli vekur að Óskars­verð­launa­hafinn Hildur Guðna­dóttir var ekki til­nefnd.

Líkt og áður hefur verið greint frá hefur Hildur unnið til fjöl­margra verð­launa bæði fyrir tón­list sína í kvik­myndinni Joker og sjón­varps­þáttunum Cher­n­obyl.

Í reglum ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varps­verð­launanna kemur fram að hægt sé að til­nefna Ís­lendinga sem unnið hafa í er­lendum kvik­myndum til fag­verð­launa Eddunnar. Svo fór þó ekki fyrir Hildi en mögu­legt er að ekki hafi verið send inn til­nefning til verð­launanna.

Fimm ein­staklingar eru til­nefndir fyrir tón­list ársins en það eru þau Davíð Bernd­sen, fyrir Þorsta, Ed­mund Finnis, fyrir Hvítan, hvítan dag, Gísli Galdur Þor­geirs­son, fyrir Pabba­helgar, Jó­fríður Á­ka­dóttir, fyrir Agnesi Joy, og að lokum Kira Kira, fyrir Tryggð.

Allar til­nefningar má nálgast á vef Eddunnar en úr­slitin verða kynnt á Eddu­há­tíðinni 2020 sem fer fram í Origohöllinni föstu­dags­kvöldið 20. mars.