Nýjasta áskorunin á Tik Tok, sem kennd er við leikstjórann Tim Burton, snýst um að breyta andlitsdráttum sínum til að líkjast persónu úr kvikmynd eftir leikstjórann.

Er þetta gert með sérstökum filter þar sem hægt er festa ákveðna svipi þegar blá lína fer yfir skjáinn. Tik Tok notendur ná fram hinum sígilda „Tim Burton svip“ með því að gera augu sín stærri og með því að renna fingri undir kinnbein sín til að tálga þau. Hægt er að sjá hvernig það er gert í meðfylgjandi myndböndum.

@phantomsigns

thanks for showing me how @spaghettandmeatball ##DialItForward ##timewarpscan ##timburton ##fyp

♬ Ice Dance (From "Edward Scissorhands") - Ashton Gleckman
@tyler_gorman_

duet me if u wanna be Tim Burton character together 🥺👉👈 also what's your favorite movie of his? ##timburton ##corpsebride ##doot ##fyp ##spookyseason ##e

♬ оригинальный звук - kiro

Fjölmargir hafa bent á að fáar persónur í kvikmyndum Tim Burtons eru svartar. Samuel L. Jackson er í raun eini svarti leikarinn sem hefur leikið stórt hlutverk í kvikmynd eftir leikstjórann en það var í myndinni Miss Peregrine's Home for Peculiar Children sem kom út árið 2016.

Notendur á Twitter hafa nú nýtt sér þessa Tim Burton áskorun á Tik Tok til að vekja athygli á þessu. Heimsfræga dragdrottningin Bob the Drag Queen birti meðal annars myndband sem hefur slegið í gegn.

@bobthedragqueen

##duet with @guyzeroni ##TimeWarpScan if I was in a Tim Burton Movie

♬ Ice Dance (From "Edward Scissorhands") - Ashton Gleckman
@allthingsm4tt

##TimeWarpScan How did I do? ##timburton

♬ Ice Dance (From "Edward Scissorhands") - Ashton Gleckman