Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson betur þekktur undir nafninu Auður og Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð hafa ekki haft mikið upp úr krafsinu síðastliðið ár ef marka má álagningarskrár skattyfirvalda.
Tekjur Auðar nema 341.399 krónum á mánuði og Ingó með 401.042 krónur á mánuði.
Þetta kemur fram í tekjublaði DV sem kom út fyrr í dag.
Væntanlega er þetta ár ekki betra hvað tekjur snertir hvað varðar Auði og Ingó, því starfskraftar þeirra beggja hafa verið afþakkaðir vegna ásakana um kynferðislega áreitni og brot.