Tón­listar­maðurinn Auðunn Lúthers­son betur þekktur undir nafninu Auður og Ingólfur Þórarins­son, eða Ingó veður­guð hafa ekki haft mikið upp úr krafsinu síðast­liðið ár ef marka má á­lagningar­skrár skatt­yfir­valda.

Tekjur Auðar nema 341.399 krónum á mánuði og Ingó með 401.042 krónur á mánuði.

Þetta kemur fram í tekju­blaði DV sem kom út fyrr í dag.

Væntan­lega er þetta ár ekki betra hvað tekjur snertir hvað varðar Auði og Ingó, því starfs­kraftar þeirra beggja hafa verið af­þakkaðir vegna á­sakana um kyn­ferðis­lega á­reitni og brot.