Fyrrum leikkonan Portia De Rossi kom eiginkonu sinni þáttastjórnandanum Ellen Degeneres á óvart í sinni eigin afmælisveislu með því að endurnýja heitin.

Athafnakonan Kris Jenner gaf þær saman við fallega athöfn umkringd fjölskyldu og vinum á nýju heimili þeirra.

„Velkomin í afmælisveislu og á nýjasta heimili hjá einu af mínu uppáhalds pari. En húsið er það dýrasta sem hefur nokkurn tímann verið fjárfest í í hverfinu,“ segir Jenner og heldur áfram með fallegri ræðu til hjónanna.

„Óvænt,“ segir Portia og heldur áfram: „Þú þarft ekki að segja neitt, en þegar ég var hugsa hvað myndi gera afmælið mitt alveg sérstakt, burt séð að vera umkringd fjölskyldu og vinum, þá hugsaði ég að þú ert sú mikilvægasta sem ég get haft við hlið mér fyrir fram fjölskyldu mína og vini,“ segir Portia. Hún sagði enn fremur að þegar hún fór yfir farinn veg tengdust flestar hennar minningum Ellen.

„Við erum búnar að flytja 24 sinnum á átján árum. Við erum loksins að koma okkur fyrir og hugsum betur um okkur nú en við höfum nokkurn tímann gert,“ segir Portia einlæg.

Óhætt er að segja Portia hafi náð að koma Ellen á óvart. Ellen tekur orðið og segist elska hana og að hún bjargi lífi hennar á hverjum degi.

Hjónin gengu í það heilaga þann 16. Ágúst árið 2008 á heimili þeirra í Beverly Hills í návist þeirra nánasta fólki.