Kynningar

Endurnærandi maskar og unaðsleg kósíkvöld

Fyrirtækjagjöfin í ár eru hinir eftirsóttu maskar frá Bláa lóninu sem nú fást allir fjórir saman í fallegri gjafaöskju. Lokkandi eru líka dekurpakkar úr nýju Home-línu Bláa lónsins.

MYND/GARÐAR ÓLAFSSON

Flestir þekkja undursamlega maska Bláa lónsins. Þeir eru einkennandi fyrir staðinn og mikilvægur partur af upplifuninni.

„Maskarnir eru hluti af Blue Lagoon húðvörulínunni sem er byggð á áratuga löngu rannsókna- og þróunarstarfi,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins.

„Í möskunum eru einstök virk náttúruleg efni, eins og Blue Lagoon jarðsjór sem inniheldur þörunga, kísil og fleiri steinefni sem unnin eru með sjálfbærum aðferðum,“ segir Ása.

Bláa lónið er fyrir löngu orðið þekkt fyrir lækningamátt sinn.

„Það sem gerir húðvörurnar jafn áhrifaríkaríkar og raun ber vitni eru einmitt hin einstöku virku efni jarðsjávarsins í lóninu,“ upplýsir Ása.

Náttúruleg fegurð

Gjafaaskjan inniheldur alla fjóra maska Bláa lónsins sem saman stuðla að náttúrulegri fegurð húðarinnar.

Kísilmaski – er ein þekktasta og vinsælasta húðvara Bláa lónsins. Hann djúphreinsar og styrkir efsta varnarlag húðarinnar.

Þörungamaski – endurnærir og eykur ljóma húðarinnar. Inniheldur hina einstöku Blue Lagoon þörunga sem rannsóknir hafa sýnt að viðhalda þéttleika húðarinnar.

Kornamaski – endurnýjar og jafnar áferð húðarinnar. Fínmalað hraun hjálpar til við að hreinsa yfirborð húðarinnar á mildan hátt og hún verður móttækilegri fyrir næringu og raka.

Rakamaski – er unninn úr steinefnaríkum jarðsjó Bláa lónsins. Hann er öflugur rakagjafi fyrir húðina. Maskann má einnig nota yfir nótt.

Heillandi heimilislína

Bláa lónið teflir nú fram glænýrri Home-vörulínu sem var þróuð sérstaklega fyrir The Retreat, hótel Bláa lónsins sem var opnað síðastliðið vor.

„Kósíkvöld innihalda oftar en ekki andlitsmaska, kertaljós og jafnvel baðsalt, en það er einmitt hluti af nýju Home-línunni,“ segir Atli Sigurður Kristjánsson, markaðsstjóri Bláa lónsins.

Margra spennandi nýjunga er að vænta í Home-línu Bláa lónsins fyrir jólin, þar á meðal dýrindis handsápu og handáburðar í fallegum glerflöskum með pumpu.

„Því er um margt að velja í jólapakkann frá Bláa lóninu nú en mikilvægi þess að hugsa um vellíðan og heilsu starfsmanna er jólagjöf sem mun ávallt gleðja,“ segir Atli Sigurður.

Fæst í Bláa lóninu, í verslun Bláa lónsins á Laugavegi 15, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Hreyfingu í Glæsibæ og vefversluninni bluelagoon.is. Allar nánari upplýsingar á bluelagoon.is.

Í nýju Home-vörulínu Bláa lónsins er dásamlegt baðsalt, sjampó, hárnæring og húðsápa sem innihalda efnivið úr heilnæmum jarðsjó Bláa lónsins . MYND/EYÞÓR
Undurmjúk handsápa og handáburður úr nýju Home-línu Bláa lónsins. MYND/EYÞÓR
Maskar Bláa lónsins eru falleg gjöf sem sýnir umhyggju um vellíðan og ánægju starfsfólks. MYND/EYÞÓR
Maskarnir fjórir frá Bláa lóninu er dýrðleg jólagjöf sem lofar ljúfu dekri og einskærri vellíðan þeirra sem njóta. Í þeim eru einstök virk og náttúruleg efni úr jarðsjó Bláa lónsins. MYND/EYÞÓR

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

„Finnst eins og ég sé að finna mig aftur“

Kynningar

Námskeið við allra hæfi

Kynningar

Heilsuvörur úr hafinu

Auglýsing

Nýjast

Allt sem þú þarft að vita um vortrendin í förðun

Lopa­peysu­klám Ó­færðar heillar breskan rýni

Rómantík getur alveg verið nátt­föt og Net­flix

Átta glænýjar staðreyndir um svefn

Áhugamál sem vatt hressilega upp á sig

Móðir full­trúa Króatíu býr á Egils­stöðum

Auglýsing