HBO Max verður með sérstakan þátt til heiðurs Harry Potter kvikmyndunum þann 1 janúar næstkomandi þar sem allir leikararnir sem komu við sögu í öllum myndunum koma saman.

Meðal þeirra sem koma fram í þættinum verða leikararnir Daniel Radcliffe sem lék töfradrenginn Harry Potter og Emma Watson og Rupert Grint sem léku nánustu vini Harry, Hermione Granger og Ron Weasly.

Í þáttunum munu leikararnir ræða hlutverk sín í myndunum og atriði sem koma fyrir í myndunum. Með þeim verður Chris Columbus sem leikstýrði og framleiddi myndirnar.

Þann 30. nóvember næstkomandi eru tuttugu ár frá því að fyrsta myndin um Harry Potter, Harry Potter og viskusteinninn var frumsýnd á heimsvísu.

Það var fyrsta myndin af átta um ævintýri hins munaðarlausa Harry Potter sem var byggt á samnefndum bókum.

Bækurnar slógu öll sölumet og myndirnar voru afar vinsælar út um allan heim

Radcliffe var ellefu ára gamall þegar fyrsta myndin um töfradrenginn Harry Potter var tekin upp
Mynd/Fréttablaðið