Það verður enginn rauður dregill, kjólar eða troðfullir salir með stíflega skreyttum kvikmyndastjörnum þegar fyrsta Emmy- verðlaunaafhendingin á tímum Covid fer fram í nótt, hátíðin hefst klukkan 20 vestanhafs. Emmy-verðlaunin eru verðlaunahátíð sjónvarpsframleiðenda.

Áhorfendur fá í staðinn að upplifa sjónvarpsefni þar sem margir af þeim sem eru tilnefndir til verðlauna verða í beinni útsendingu heima hjá sér á meðan þeir eiga í beinum samskiptum við kynni kvöldsins, Jimmy Kimmel.

Jimmy Kimmel er kynnir kvöldsins en hann verður nánast einn á vettvangi.
Fréttblaðið/ Getty images.

Sendur búnaður fyrir útsendingu heima

Þau tilnefndu sem verða í beinni heima hjá sér hefur verið sendur pakki frá framleiðendum hátíðarinnar til að tryggja að útsendingin gangi snurðulaust fyrir sig. Meðal annars ljós, hljóðnema, fartölvu og myndavél.

Framleiðendur hátíðarinnar hafa hvatt þau tilnefndu til að klæða sig eins og þau vilja og ekki hika við að sýna börn og gæludýrin heima í stofunni þegar verðlaunin verða veitt.

Fulltrúar Emmy munu afhenda verðlaunin til sigurvegaranna.

Hátíðin er send út á ABC og á streymisveitunni Hulu Live. Aðstandendur hátíðarinnar vona að útsendingin á Hulu muni auka áhorfið eftir að hafa fundið fyrir minni áhuga undanfarin ár. Í fyrra horfðu 6,9 milljónir manns á þáttinn sem en aldrei höfðu jafn fáir fylgst með hátíðinni.

Það verður spennandi að fylgjast með hátíðinni í nótt en íslenska tónskáldið, Ólafur Arnalds er tilnefndur fyrir titillagið sem hann samdi fyrir þættina Defending Jacob á Apple-TV.

Netflix með flestar tilnefningar

Flestar tilnefningar í ár renna til HBO seríunnar Watchmen, eða alls 26. Þó er búið að gefa út að ekki verði framleiddar fleiri þáttaraðir en sú eina sem kom út í lok ársins 2019.

The Marvelous Mrs. Maisel hlýtur næst flestar tilnefnigar eða 20. Succession, sem fjallar um bandaríska fjölmiðlafjölskyldu hlaut alls 18 tilnefningar.

Í baráttunni milli Netflix og HBO um að fá flestar tilnefningar er staðan 160-107 Netflix í hag.

Hér er hægt að sjá allar tilnefningar kvöldsins.

Regina King fer með aðalhlutverk í HBO seríunni Watchmen.
Fréttblaðið/ Getty images.
Rachel Brosnahan er tilnefnd sem besti kvenngamanleikarinn fyrir hlutverk sitt sem Mrs. Maisel.
Fréttblaðið/ Getty images.
Andre Braugher er tilnefndur sem besti gamanleikari í aðalhlutverki en hann er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Captain Raymond Holt í sívinsælu þáttunum Brooklyn Nine-Nine
Fréttblaðið/ Getty images.