Tilnefningar til Emmy verðlaunanna voru birtar í dag og voru það þættirnir Succesion frá HBO og Ted Lasso frá Apple TV sem fengu flestar tilnefningar.

Succession hlaut 25 tilnefningar þar á meðal fyrir besta dramaþáttaröðina en Ted Lasso hlaut samtals 20 tilnefningar þar á meðal sem besta gamanþáttaröðin. Einnig hlaut þáttaröðin White Lotus frá HBO 20 tilnefningar

Aðalleikarar Succession þáttaraðar HBO. Jeremy Strong og Brian Cox eru báðir tilfnefndir til verðlaunanna fyrir leik sinn í þáta
Mynd/getty

Athygli vekur að þáttaröðin Squid Game frá Netflix hlaut 14 tilnefningar en það er mesti fjöldi tilnefninga sem þáttaröð sem ekki er á ensku hefur hlotið.

Tveir Íslendingar eru meðal þeirra sem tilnefndir eru til verðlaunanna en það eru þeir Daði Einarsson og Matthías Bjarnason. Þeir unnu saman að tæknibrellum í þáttunum The Witcher sem búnir voru til fyrir Netflix.

Daði Einarsson hefur áður hlotið Emmy verðlaun fyrir tæknibrellur sínar árið 2002. Báðir starfa þeir hjá fyrirtækinu RVX sem staðsett er í Reykjavík.

Hægt er að sjá tilnefningar í heild sinni á heimasíðu emmy verðlaunanna hérna.