Breska leik­konan Emma Wat­son er sögð vera sest í helgan stein að­eins 30 ára að aldri. Fjöl­miðlar ytra segja á­stæðuna vera að leik­konan vilji eyða meiri tíma með unnusta sínum, Leo Robin­ton, en parið hefur verið í sam­bandi síðustu 18 mánuði.

Leik­konan er þekktust fyrir leik sinn sem Hermione Granger í Harry Potter kvik­myndunum en hún hefur einnig vakið at­hygli fyrir leik sinn í Fríðu og dýrinu og Litt­le Wo­men.

Hefur legið í dvala

Um­boðs­maður Wat­son neitar að veita fjöl­miðlum upp­lýsingar en heldur á­fram að segja að hún ætli ekki að taka að sér ný verk­efni.

Engin form­leg til­kynning hefur enn komið frá Wat­son og því ekki ljóst hvort leik­konan ætli aldrei að leika framar eða hvort um sé að ræða langa pásu. Leik­konan hefur ekki komið fram síðan árið 2019 og hefur ekki verið virk á sam­fé­lags­miðlum síðast­liðna mánuði.

Ó­hætt er að segja að Twitter sam­fé­lagið sé á hliðinni yfir upp­lýsingunum og segjast margir harma brott­hvarf Wat­son af skjánum. Ein­hverjir hafa þó haft orð á því að leik­konan eigi að gera það sem er henni sjálfri fyrir bestu og segja hana eiga skilið að gera hvað sem hún vilji.