Emil Hallfreðsson, knattspyrnumaður, og eiginkona hans Ása María Reginsdóttir munu á næsta ári opna pizzastað á Suðurlandsbraut í samstarfi við fyrirtækið Gleðipinna.

Nú er í húsnæðinu pizzastaðurinn Eldsmiðjan. Nýi staðurinn mun heita OLIFA Pizzeria en fyrst var greint frá þessu á vef Viðskiptablaðsins.

Þar segir Ása María, sem er framkvæmdastjóri OLIFA, fyrirtækis hjónanna, að þau hafi fengið gott mataruppeldi á Ítalíu þar sem þau hafa búið lengi. Þau stofnuðu fyrirtækið ásamt Francesco Allegrini.

Nánar hér á vef Viðskiptablaðsins.