Breski söngvarinn Elton John hefur fengið sig full­saddan af um­fjöllun breskra götu­blaða af ferða­lagi Meg­han Mark­le, Harry Breta­prins og Archie með einka­þotu til Nice í Frakk­landi, að því er fram kemur á vef Peop­le. Hann segist sjálfur hafa borgað fyrir einka­þotu þeirra á Twitter.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hafa bresk götu­blöð keppst við að fjalla um málið og hafa ýmsir þar­lendir fjöl­miðla­menn líkt og Pi­ers Morgan full­yrt að um sé að ræða gífur­lega hræsni af parinu. Parið er þekkt fyrir að vera mikill mál­svari um­hverfis­verndar og segja götu­blöðin ferða­lag þeirra með einka­þotu skjóta skökku við.

„Ég hef miklar á­hyggjur af ó­trú­lega rugluðum og grimmum frétta­flutningi í bresku pressunni af dvöl her­togans og her­toga­ynjunnar á heimili mínu í Nice í síðustu viku,“ skrifaði söngvarinn.

„Móðir Harry, Díana prinsessa af Wa­les var einn af mínum bestu vinum. Mér finnst það vera skylda mín að verja Harry og fjöl­skyldu hans frá þessari ó­nauð­syn­legu hnýsni fjöl­miðla sem ýtti undir ó­tíma­bæran dauða Díönu,“ segir hann jafn­framt.

Hann segir að á­stæður þess að þau hafi ferðast með einka­þotu hafi verið rakin til þess að hann hafi viljað gefa þeim tæki­færi á að hvílast, fjarri vökulu augu al­mennings og fjöl­miðla.