Söngvarinn Elton John varð 73 ára gamall í gær en vegna kóróna­veirunnar fagnaði hann af­mælinu heima hjá sér í ein­angrun.

Synir söngvarans, Zachary og Eli­jah, á­samt David eigin­manni hans færðu honum heima­bakaða köku og sungu fyrir hann af­mælis­sönginn. Þrátt fyrir að Elton sé vanur því að fagna af­mælis­degi sínum með fullt af fólki segist hann þakk­látur fyrir að hafa fjöl­skylduna hjá sér.

„Ég er þakk­látur fyrir besta af­mælis­daginn með fjöl­skyldunni minni,“ skrifaði Elton á Insta­gram síðu sinni og birti með færslunni mynd­band af drengjunum sínum tveim að færa honum af­mælis­köku.

Elton hefur áður tjáð sig um kóróna­veiruna á sam­fé­lags­miðlum og hvetur hann fólk til þess að halda sig heima til þess að forðast dreifingu veirunnar. Sjálfur er hann ásamt fjölskyldu sinni í sjálfsskipaðri einangrun eða „Lockdown.“