Elton John tókst á dögunum að græta harðj­axlinn James Het­fi­eld í hljóm­sveitinni Metalli­ca þegar hann tjáði sveitinni þá skoðun sína að Not­hing Else Matters væri eitt besta lag í heimi.

Við­brögð harðj­axlsins má horfa á hér að neðan í þætti Howard Stern. Þar tók Elton þátt í sér­stakri á­breiðu af laginu með söng­konunni Mil­ey Cyrus og hljóm­sveitinni sjálfri.

Elton segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann á­kvað að taka þátt. „Þetta er eitt af bestu lögum sem nokkurn tímann hafa verið skrifuð. Þetta er lag sem eldist aldrei,“ segir söngvarinn.

Þá má sjá ein­læg við­brögð Het­fi­eld hjá Stern. Het­fi­eld er enda allt í öllu hjá hljóm­sveitinni og þeirra helsti laga­smiður.

Horfa má á viðbrögð Hetfield hér að neðan og ábreiðuna sjálfa: