Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur fengið fimm ára nálgunarbann gegn eltihrelli, sem hafði mætt vopnaður á heimili Kardashian. 

Eltihrellirinn heitir Andre Persaud, en samkvæmt nálgunarbanninu má hann ekki hafa samband við Kardashian eða koma innan við 90 metra frá henni. Þá er honum einnig bannað að eiga skotvopn. 

Að sögn PageSix hafði Kardashian verulegar áhyggjur af því að Persaud myndi beita henni líkamlegu ofbeldi. Persaud hafði birst á heimili Kardashian þrisvar í ágúst og haldið því fram að hann hafi verið vopnaður.